Eliza Dushku, sem allir sannir Buffy aðdáendur þekkja vel, mun leika í hryllingsmyndinni Wrong Turn. Í myndinni, sem leikstýrt verður af Rob Schmidt, fylgjumst við með fjórum unglingum sem taka vitlausa beygju meðan þau eru í skemmtiferð. Það veldur því síðan að þrír gríðarlegir fjallamenn, hálfgerðir mannapar, verða þeirra varir og hefja æsispennandi eltingaleik. Goðsögnin/brellukarlinn Stan Winston mun bæði framleiða myndina, og sjá um gervin fyrir hálfmennin ógurlegu, en hann sá um gervin fyrir Terminator 2: Judgment Day , A.I. Artificial Intelligence, Interview with the Vampire , svo fáein dæmi séu tekin. Í öðrum hlutverkum eru Desmond Harrington, Emmanuelle Chriqui og Jeremy Sisto. Tökur á myndinni hefjast í ágúst.

