Vinur í barnauppeldi

Matt LeBlanc, öðru nafni Joey í Friends, mun leika aðalhlutverkið í prufuþætti af nýrri gamanþáttaröð sem hjónin Jeff og Jackie Filgo hjá CBS Logo Featured 1 hafa skrifað, en LeBlanc er nú að hefja leik í nýrri þáttaröð af gamanþáttunum Episodes, eftir þá David Crane og Jeffrey Klarik. Talið er að það verði lokaþáttaröð þeirra þátta.

matt leblanc

Nýja þáttaröðin mun heita I´m Not Your Friend, en þar mun LeBlanc leika verktaka sem kemst að því að það að ala upp börn er erfiðara en hann hélt, þegar eiginkonan ákveður að fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Deadline vefurinn segir að CBS sjónvarpsstöðin hafi nú þegar gefið vilyrði fyrir fyrstu 13 þátta seríunni.

LeBlanc mun leika í þáttunum samhliða því að hann er annar umsjónarmanna Top Gear.

LeBlanc, sem vann Golden Globe verðlaun og fékk fjórar Emmy tilnefningar fyrir að leika ákveðna útgáfu af sjálfum sér í Showtime þáttunum Episodes, fær Friends félaga sinn Matthew Perry með sér í lið í nýju þáttunum.

Perry leikur einnig í gamanþáttaröð þessa dagana hjá CBS stöðinni, The Odd Couple.

Ef svo fer að Episodes haldi áfram eftir næstu þáttaröð, sem er sú fimmta í röðinni, er talið að LeBlanc muni geta leikið í báðum þáttaröðum samtímis.

Friends leikstjórinn James Burrows mun leikstýra I´m Not Your Friend.