Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 30. des. til 1. jan. 2025

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jeff Fowler
Sonic, Tails, Knuckles og Amy sameinast gegn Shadow, Robotnik, Scratch, Grounder og Rouge, sem vilja ná valdi á hinum kröftugu óreiðugimsteinum. Andstæðingarnir keppast við að tryggja sér yfirráð yfir helgigripunum og örlög alls heimsins eru í óvissu á meðan.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÍslensk mynd
Fjórir prestar halda til Rioja á Spáni til að finna messuvín í betri gæðum en þekkst hefur á Íslandi hingað til. Þeir eru svo uppteknir við vinnu sína og smakkið að þeir missa af kraftaverkunum sem gerast allt í kringum þá.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Ljónsunginn Mufasa er einn og týndur á gresjunni. Hann hittir annan viðkunnalegan ljónsunga, Taka, sem er af konungsættum. Þessi kynni setja af stað víðáttumikið ferðalag ólíkra vina í leit að örlögum sínum.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Eftir óvænt spjall við forfeður sína leggur Vaiana af stað út á hafið og inn á hættulegt og löngu týnt svæði og lendir í stórbrotnum ævintýrum ásamt hálfguðinum Maui og litríkri áhöfn.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkÆvintýriSöngleikur
Leikstjórn Jon M. Chu
Elphaba, ung kona sem er útskúfuð og misskilin því hún fæddist með græna húð, og Glinda, vinsæl forréttindastúlka úr borgarastétt, kynnast í Shiz háskólanum í Oz og verða góðar vinkonur. Þær eru ólíkar og það reynir á vináttu þeirra en örlög þeirra eru að verða góða nornin Glinda og vonda nornin að vestan, eða Wicked Witch of the West.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Ridley Scott
Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist sonur hans Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar keisarans, sem stjórnar Rómarborg með harðri hendi, leggja heimili hans í rúst. Með ofsareiði í hjarta og framtíð ríkisins að veði þarf Lucius nú að horfa til baka til að finna styrkinn til að ná stjórn á borginni og koma henni aftur til vegs og virðingar.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Eftir að hafa orðið fyrir árás ljóns öðlast Sergei Kravinoff yfirnáttúrulega og dýrslega krafta. Flókið samband hans við grimman föður sinn ýtir honum út á braut hefndar með hrottalegum afleiðingum. Á sama tíma gerir þetta hann að besta veiðimanni í heimi.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jake Kasdan
Eftir óvænt mannrán á Norðurpólnum þarf yfirmaður E.L.F. sérsveitarinnar að vinna með alræmdasta mannaveiðara í heimi til að bjarga Jólunum.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanGlæpaSöngleikur
Leikstjórn Jacques Audiard
Æsispennandi glæpasaga þar sem fylgjumst með eiturlyfjabarón sem á þá ósk heitasta að hefja nýtt líf sem kona.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Sean Baker
Anora er ung vændiskona frá Brooklyn sem hittir son rússnesks ólígarka og giftist honum í skyndi. Þegar fréttirnar berast til Rússlands taka foreldrar eiginmannsins unga þessu illa og fara til New York til að reyna að ógilda ráðahaginn.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Kenji Kamiyama
Myndin gerist 183 árum fyrir atburði hinnar upprunalegu Hringadróttinssögu. Helm Hammerhand konungur Rohan hafnar tilboði um að gifta dóttur sína Heru, sem hrindir af stað banvænum deilum við Freca lávarð. Átök þeirra vaxa og breiðast út og breytast í hrottalegt umsátur um veturinn langa þar sem Helm berst við son Freca, Wulf.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gints Zilbalodis
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti þar sem allskonar dýr búa. Nú upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTeiknað
Leikstjórn Adam Elliot
Tregafullt ferðalag konu að nafni Grace, sem safnar sniglum, rómantískum skáldsögum og naggrísum.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Pedro Almodóvar
Metsöluhöfundurinn Ingrid endurnýjar kynni við Mörthu vinkonu sína, stríðsfréttaritara sem hún hafði misst samband við í gegnum árin. Konurnar tvær sökkva sér í minningarnar en Martha setur einnig fram bón sem mun reyna á vinskap þeirra.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Lilja Ingolfsdottir
María á í erfiðleikum með að takast á við krefjandi feril, heimilishald og ummönnun fjögurra barna. Seinni maðurinn hennar Sigmund er frjálsari við og ferðast mikið. Einn daginn lenda þau í rifrildi sem á eftir að draga dilk á eftir sér!
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Eysteinn og Salóme fara í ævintýralegt ferðalag til Sarabíu til þess að laga bilaða fiðlu. En þau uppgvöta þar að allar tegundir tónlistar hafa verið bannaðar í mörg ár! Þau taka höndum saman með vinum sínum og dularfullum grímuklæddum útlaga til þess að koma tónlistinni og gleðinni aftur til bjarnarlands.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
FjölskyldaTeiknað
Hugljúfar og dásamlegar sögur, töfrandi ævintýri um norðurslóðir þar sem norðurljósin tindra! Gleði og töfrar jólanna fléttast saman í fimm sögum eftir fimm evrópska kvenleikstjóra!
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDramaÆvintýri
Leikstjórn Bruno Dumont
Við strandlengju í Norður - Frakklandi í hljóðlátum bæ fæðist mjög sérstakt barn. En eftir komu þess breytist allt, því það leysir úr læðingi baráttu góðra og illra afla ...
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Magnus von Horn
Líf hinnar ungu Karoline, sem vinnur í verksmiðju rétt eftir síðari heimsstyrjöld, tekur dramatíska stefnu þegar hún heyrir af dularfullri konu, Dagmar, sem er þekkt fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Dagmar og Karoline tengjast sterkum böndum en heimur Karoline hrynur þegar hún kemst að hryllingnum sem býr að baki.
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Myndin gerist á þeim tímum þegar Pólland er að breytast úr kommúnistaríki í frjálst lýðræðisríki. Við fylgjumst með 45 árum í lífi Aniela og vegferð hennar í átt að því að lifa í friði sem trans kona í Póllandi.
Vinsælast í bíó - 30. des. til 1. jan. 2025