Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 3. til 5. mar. 2025

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundmann verður til. Hundmann ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundmann venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Bridget Jones sem nú er ekkja á sextugsaldri tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af tíma hennar og orku. Við sögu koma fjölskylda, vinir og fyrrum elskhugi hennar Daniel, en einnig yngri maður - og kannski - bara kannski - raungreinakennari sonar hennar.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Hrollvekja
Leikstjórn Osgood Perkins
Þegar tvíburabræðurnir Bill og Hal finna gamlan tuskuapa pabba síns uppi á háalofti fara hrottaleg dauðsföll að eiga sér stað. Bræðurnir ákveða að henda dótinu og halda áfram með lífið, og smátt og smátt fjarlægjast þeir hvorn annan.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Edward Berger
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota. Hann kynnist goðsögnum úr tónlistarheiminum sem hrífast af unga manninum og stjarna hans rís hratt.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Jesse Eisenberg
Hinir ólíku frændur David og Benji fara saman í ferðalag til Póllands til að heiðra ástkæra ömmu sína. Ævintýrið tekur óvænta stefnu þegar gamlar deilur félaganna koma aftur fram á sjónarsviðið.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Brady Corbet
Hinn framsækni arkitekt László Tóth kemur til Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöldina til að skapa sér nýja framtíð, og hefja nýtt líf með eiginkonu sinni, en þau skildust að í stríðinu vegna breytinga á landamærum í Evrópu. Hann sest að í Pennsylvaníu þar sem hinn auðugi iðnjöfur Harrison Lee Van Buren sér hvað í hann er spunnið og vill nýta krafta hans til uppbyggingar. En völd og arfleifð kosta sitt.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Browngardt
Porky og Daffy verða ólíklegar hetjur þegar skrípalæti þeirra í tyggjóverksmiðju bæjarins leiða í ljós háleynilegt geimverusamsæri. Þeir eru staðráðnir í að bjarga bænum og öllum heiminum ... ef þeir ná þá ekki að gera hvorn annan brjálaðan áður.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Eftir óvænt spjall við forfeður sína leggur Vaiana af stað út á hafið og inn á hættulegt og löngu týnt svæði og lendir í stórbrotnum ævintýrum ásamt hálfguðinum Maui og litríkri áhöfn.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jeff Fowler
Sonic, Tails, Knuckles og Amy sameinast gegn Shadow, Robotnik, Scratch, Grounder og Rouge, sem vilja ná valdi á hinum kröftugu óreiðugimsteinum. Andstæðingarnir keppast við að tryggja sér yfirráð yfir helgigripunum og örlög alls heimsins eru í óvissu á meðan.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÍslensk mynd
Rafvirkinn Atli býr með konu sinni Maríu, stjörnufræðingi og nítján ára gamalli dóttur þeirra, tónlistarkonunni Önnu, í Hafnarfirði. María undirbýr ferð inn á hálendið með fjölskyldunni til að ná ljósmynd af halastjörnu sem hún telur sig hafa uppgötvað. Þegar að ferðinni kemur hafa Atli og Anna lofað sig annað og komast ekki með. Það er afdrífarík breyting sem beinir lífi þeirra inn á nýjan sporbaug.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Sean Baker
Anora er ung vændiskona frá Brooklyn sem hittir son rússnesks ólígarka og giftist honum í skyndi. Þegar fréttirnar berast til Rússlands taka foreldrar eiginmannsins unga þessu illa og fara til New York til að reyna að ógilda ráðahaginn.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Ljónsunginn Mufasa er einn og týndur á gresjunni. Hann hittir annan viðkunnalegan ljónsunga, Taka, sem er af konungsættum. Þessi kynni setja af stað víðáttumikið ferðalag ólíkra vina í leit að örlögum sínum.
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gints Zilbalodis
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti þar sem allskonar dýr búa. Nú upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Drew Hancock
Iris kemst að hræðilegu leyndarmáli þegar henni er boðið í helgarferð í sveitasetur kærasta síns niður við vatnið.
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanGlæpaSöngleikur
Leikstjórn Jacques Audiard
Æsispennandi glæpasaga þar sem við fylgjumst með eiturlyfjabarón sem á þá ósk heitasta að hefja nýtt líf sem kona.
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaÆvintýri
Edmond Dantes er ranglega handtekinn og fangelsaður á brúðkaupsdegi sínum fyrir glæp sem hann ekki framdi. Eftir fjórtán ár í grjótinu, á eyjunni Château d’If, tekst honum að flýja og tekur upp nafnið Greifinn af Monte-Cristo. Hann ákveður að hefna sín á mönnunum þremur sem sviku hann. Myndin er byggð a sígildri sögu Alexandre Dumas eldri og er sagan að hluta til byggð á sönnum atburðum úr lífi skósmiðsins Pierre Picau
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Magnus von Horn
Líf hinnar ungu Karoline, sem vinnur í verksmiðju rétt eftir síðari heimsstyrjöld, tekur dramatíska stefnu þegar hún heyrir af dularfullri konu, Dagmar, sem er þekkt fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Dagmar og Karoline tengjast sterkum böndum en heimur Karoline hrynur þegar hún kemst að hryllingnum sem býr að baki.
Vinsælast í bíó - 3. til 5. mar. 2025