Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 8. til 10. des. 2025

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Byron Howard, Jared Bush
Löggurnar huguðu, kanínan Judy Hopps og refurinn Nick Wilde, elta slóð dularfullrar eðlu sem kemur til Zootopia og hristir verulega upp í stórborginni.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Emma Tammi
Einu ári eftir hina yfirnáttúrulega martröð á pítsustaðnum Freddy Fazbear's Pizza hafa sögurnar um það sem gerðist orðið að goðsögn í bænum og innblástur að fyrstu Fazfest hátíðinni. Þar sem Abby hefur ekki fengið að vita hvað gerðist læðist hún aftur út til að hitta Freddy, Bonnie, Chica og Foxy. Það setur af stað hræðilega atburðarás sem mun afhjúpa drungaleg leyndarmál um raunverulegan uppruna Freddy's og leysa úr læðingi hrylling sem falinn hefur verið í áratugi.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaSöngleikur
Leikstjórn Jon M. Chu
Þegar reiður almúginn rís upp gegn vondu norninni, þurfa Glinda og Elphaba að hittast í eitt lokaskiptið. Þar sem vináttan er lykilatriði í framtíð þeirra, þurfa þær að horfa raunverulega og af heilindum inn í hjarta hvorrar annarrar, ef þær eiga að geta breytt sér, og OZ öllu, til frambúðar.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ruben Fleischer
Töfrahópurinn The Four Horsemen snýr aftur með nýja kynslóð sjónhverfingamanna sem framkvæmir ótrúlegar brellur. Nú er það demantarán sem sameinar gamla gengið og nýja fólkið, Greenblatt, Smith og Sessa.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaStríð
Leikstjórn Jalmari Helander
"Maðurinn sem neitar að deyja" snýr aftur að húsinu þar sem fjölskylda hans var myrt á hrottalegan hátt í stríðinu. Hann rífur húsið niður, hleður því á vörubíl og er staðráðinn í að endurbyggja það á öruggum stað þeim til heiðurs. Þegar herforingi Rauða hersins, sem myrti fjölskyldu mannsins, snýr aftur, harðákveðinn í að ljúka verkinu, hefst vægðarlaus og stórbrotinn eltingaleikur þvert yfir landið – uppgjör upp á líf og dauða.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Dan Trachtenberg
Ung geimvera, sem hefur orðið viðskila við hópinn sinn, finnur ólíklegan félaga í leit sinni að valdamiklum óvini.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Edgar Wright
Faðir í verkamannastétt, sem reynir í örvæntingu að bjarga veikri dóttur sinni, ákveður að taka þátt í leik. Leikurinn gengur út á að því lengur sem pabbinn nær að halda lífi, því hærri eru verðlaunin. Mitt á milli leyniskyttna sem vilja drepa hann og áhorfenda sem veðja á hann, þá er okkar maður um það bil að átta sig á því að meira býr að baki leiknum en eingöngu verðlaunaféð.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanGlæpaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Tveir ungir menn með samsæriskenningar á heilanum ræna forstjóra stórfyrirtækis, sannfærðir um að hún sé geimvera sem ætlar sér að eyða jörðinni.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDramaGlæpa
Anker er látinn laus úr fangelsi eftir fjórtán ára dóm fyrir rán. Manfred, bróðir Ankers, er sá eini sem veit hvar peningarnir úr ráninu eru. Á meðan hefur Manfred þróað með sér geðsjúkdóm sem veldur því að hann man ekki hvar ránsfengurinn er falinn. Saman leggja bræðurnir nú upp í óvænta ferð til að finna bæði peningana og komast að því hverjir þeir í raun og veru eru.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaGlæpaRáðgáta
Árið 1977 í Recife snýr Marcelo, tæknisérfræðingur á fimmtugsaldri, aftur heim í miðri kjötkveðjuhátíð til að hitta son sinn og skipuleggja hættulegan flótta undan vökulum augum herforingjastjórnar Brasilíu.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Shota Goshozono
Hula fellur skyndilega yfir hið iðandi Shibuya-hverfi í mannmergðinni á hrekkjavökunni og ótal almennir borgarar lokast inni. Í kjölfarið færist bölvun yfir tíu nýlendur víðs vegar um Japan.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Joachim Trier
Tvær systur snúa aftur á æskuheimili sitt þar sem þær hitta föður sinn sem eitt sinn var frægur kvikmyndaleikstjóri. Hann býður annarri þeirra aðalhlutverk í nýrri kvikmynd ... og þá breytist allt.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaGlæpa
Fyrrum byltingarsinninn Bob lifir í felum utan alfararleiðar, haldinn stöðugu ofsóknaræði og er iðulega í áfengis - eða eiturlyfjavímu. Með honum býr ákveðin og sjálfstæð unglingsdóttir hans Willa. Þegar illur erkióvinur Bobs birtist aftur eftir 16 ár og tekur stúlkuna, reynir þessi fyrrverandi róttæklingur allt hvað hann getur til að finna hana og fær hjálp frá félögum sínum í andspyrnuhreyfingunni.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Scott Cooper
Bruce Springsteen er ungur bandarískur rokktónlistarmaður á barmi heimsfrægðar og kröfur aukinnar velgengni takast á við drauga fortíðar. Hann gaf plötuna Nebraska út árið 1982 og í myndinni er m.a. sagt frá sköpunarferlinu og aðdragandanum.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
BarnaTeiknaðÍslensk mynd
Það eru vetrarsólstöður á Tulipop eyjunni, magnaðasta nótt ársins! Vinirnir Freddi, Gló, Búi og Maddý eru samkvæmt hefðinni búin að óska sér og bíða spennt eftir heimsókn og gjöfum frá Snjóku. En gjafirnar reynast furðulegar og vinirnir halda af stað í spennandi leiðangur til Skýjaborgar til að reyna að bjarga Vetrarhátíðinni!
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Ugla Hauksdóttir
Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Jafar Panahi
Vahid, bílasmiður frá Aserbaídsjan, var eitt sinn fangelsaður af írönskum yfirvöldum. Á meðan hann afplánaði dóminn var hann yfirheyrður með bundið fyrir augun. Dag einn kemur maður að nafni Eghbal inn á verkstæði hans. Það ískrar í gervifæti hans og Vahid telur sig þekkja einn af fyrrum kvölurum sínum.
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Ryan Crego
Gabby heldur af stað í ferðalag til undraheimsins Cat Francisco með ömmu sinni Gigi. En þegar dúkkuhús Gabbyar, sem er hennar verðmætasti hlutur, rennur af stað og lendir í höndunum á sérkennilegu kattarkonunni Veru, lendir Gabby í nýju ævintýri. Hún þarf að fara inn í raunheima og safna Gabby-köttunum saman og bjarga dúkkuhúsinu áður en það verður um seinan.
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistHeimildarmynd
Heillallandi tónleikamynd sem lífgar við magnaða sögu hinnar einstöku Geraldine Flower, og segir frá því þegar ferðataska full af bréfum sem henni voru send á sjöunda og áttunda áratugnum finnast, sem veittu hinni rómuðu íslensku söngkonu og lagahöfundi, Emilíönu Torrini, innblástur til að snúa aftur í hljóðverið.
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanFjölskyldaTeiknað
Staghaus er vakinn til lífsins til að vernda önnur sköpunarverk brjálaða vísindamannsins í Hroðakastala, frá íbúum Grútargerðis
Vinsælast í bíó - 8. til 10. des. 2025