Fréttavefurinn Aint-It-Cool-News hefur greint frá því að leikarinn tröllvaxni Vin Diesel(The Iron Giant,Pitch Black) muni að öllum líkindum leika í kvikmyndinni Hellboy, sem byggð verður á frægri myndasögu eftir höfundinn Mike Mignola. Kvimyndinni mun verða leikstýrt af Guillermo Del Toro (Kronos)og er jafnvel búist við vilyrði fljótlega af hálfu Universal, sem myndi framleiða myndina.

