Viltu vinna Transformers 2 geisladisk?

Rétt í þessu var ég að fá í hendurnar slatta af geisladiskum sem inniheldur tónlistina úr Transformers: Revenge of the Fallen, sem ég ætla að sjálfsögðu að gefa í eftirfarandi getraun.

Hérna er annars lagalistinn:

1. Linkin Park – “New Divide”
2. Green Day – “21 Guns”
3. Cavo – “Let It Go”
4. Taking Back Sunday – “Capital M-E”
5. The Fray – “Never Say Never”
6. Nickelback – “Burn It To The Ground”
7. The Used – “Burning Down The House”
8. Theory Of A Deadman – “Not Meant To Be”
9. The All-American Rejects – “Real World”
10. Hoobastank – “Don’t Think I Love You”
11. Staind – “This Is It”
12. Avenged Sevenfold – “Almost Easy”
13. Cheap Trick – “Transformers™ The Fallen Remix”

Til að eiga möguleika á því að fá eitt stykki þarftu ekki nema að svara einni sáraeinfaldri spurningu, sem er svohljóðandi:

Hvað heitir persóna Shia LeBeouf í myndinni/myndunum?

Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is ásamt fullu nafni og heimilisfangi. Ég mun síðan hafa samband við vinningshafa og fá þeir diskana sína senda heim með pósti. Dregið verður úr getrauninni á frumsýningardegi myndarinnar.

Myndin er s.s. væntanleg í kvikmyndahús um land allt núna á miðvikudaginn. Smellið hér ef þið hafið áhuga að lesa umfjöllun um hana.