Viltu vinna The Dark Knight á DVD?

Í tilefni þess að ein af stærstu myndum ársins verður gefin út á DVD á morgun ætlum við hér á vefnum að gefa eintök af myndinni.

Þið getið tékkað á DVD rýni á pakkanum hér.

Eins og venjulega, þá er þetta mjög einfalt og eina það sem þú þarft að gera er að svara nokkrum spurningum sem tengjast myndinni.

Svörin sendið þið síðan á tommi@kvikmyndir.is og ég mun draga úr réttum svörum. Verður síðan haft samband við vinningshafa gegnum tölvupóst. Getraunin gildir í sólarhring og fyrir hádegi þann 4. des verð ég búinn að hafa samband við þá heppnu.

Spurningarnar eru svona:

1. Hvað hétu Batman myndirnar úr gömlu seríunni, þ.e.a.s. allar fjórar?

2. Hvenær var The Dark Knight frumsýnd á Íslandi?

3. Hver leikur persónuna Rachel Dawes í TDK, og hver lék hana í Batman Begins?

Gangi ykkur vel og fylgist síðan með áfram. Munum gefa fleiri skemmtilegar jólagjafir í mánuðinum.