…Það eina sem þú þarft að gera er að svara tveimur laufléttum spurningum. Heppnir vinningshafar geta fengið miða fyrir 2 á myndina.
Sveitabrúðkaup var frumsýnd núna um helgina á kvikmyndahátíðinni í Toronto með
frábærum viðtökum áhorfenda. Valdís Óskarsdóttir leikstýrir hennar fyrstu kvikmynd
en hún hefur gert sér nafn sem vandvirkur og virtur klippari. Í helstu hlutverkum
eru Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Egilsson, Rúnar Freyr
Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, Víkingur Kristjánsson og Þröstur Leó Gunnarsson.
Sveitabrúðkaup segir frá Ingibjörgu og Barða sem hafa ákveðið
að
giftast eftir þriggja ára sambúð. Þau ákveða að gifta sig í lítilli sveitakirkju klukkutíma keyrslu frá Reykjavík. Ingibjörg, Barði og brúðkaupsgestirnir – nánustu ættingjar og vinir halda af stað í tveimur litlum rútum öll spariklædd og tilvonandi brúðhjón í brúðargallanum. Brúðargjafir, kampavín og kransakaka í skottinu. En þetta fer ekki
alveg eins og þau hefðu viljað óska sér.
Spurningar:
1) Hvaða kvikmynd klippti leikstjóri myndarinnar, Valdís Óskarsdóttir?
a) The Departed
b) Eternal Sunshine of the Spotless Mind
c) Be Kind Rewind
2) Hvar er Toronto?
a) Þýskalandi
b) Kanada
c) Bandaríkjunum
Svör skulu sendast á tommi@kvikmyndir.is. Viðkomandi skal láta fullt nafn fylgja með og ég mun hafa beint samband við vinningshafa á næstu dögum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkra dóma um myndina:
,,Sveitabrúðkaup er snotur mynd og skemmtileg, tekur sig ekki hátíðlega og er
auðvelt að njóta.“
* * *
Bergsteinn Sigurðsson, Fréttablaðið
* * * 1/2
Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
,,Enginn [ætti] að gera þau mistök að missa af Sveitabrúðkaupi.“
* * * *
Þórarinn Þórarinsson, DV
Sveitabrúðkaup er til sýninga í Sambíóunum Álfabakka, Keflavík, Akureyri, Selfossi
og Háskólabíói.

