Núna á föstudaginn mun Sena forsýna gamanmyndina The Bounty Hunter með þeim Gerard Butler og Jennifer Aniston. Hún segir frá manni sem leitar uppi fólk gegn því að fá verðlaunin fyrir að finna
það. Hann uppgötvar síðan að næsta fórnarlamb hans er fyrrum eiginkona hans,
fréttamaður sem rannsakar morðmál. Fljótlega eftir að parið hittist á ný, flækist það í æsileg ævintýri og þarf að leggja á flótta.
Reglurnar eru óvenju einfaldar núna. Nefnið mér þrjár myndir með Butler og þrjár myndir með Aniston.
Þið sendið mér „svörin“ á tommi@kvikmyndir.is. Ég dreg út vinningshafa um hádegið á morgun (fimmtudaginn). Þeir sem verða dregnir út fá tvo boðsmiða á myndina sem gilda á hvaða sýningu sem er.
Hér getið þið séð trailer myndarinnar:

