Viltu vinna boðsmiða á AVATAR?

Það styttist jafnóðum í þessa nýjustu stórmynd James Camerons og í
tilefni af því ætla ég að vera góður við ýmsa heppna aðdáendur hans.

Fyrir þá sem ekki eru enn klárir á söguþræði myndarinnar, þá skal ég koma með stutta lýsingu á honum:

Lamaður landgönguliði í bandaríska flotanum að nafni Jake Sully (Sam
Worthington) býður sig fram til þess að lifa sem Avatar (manngervingur)
á plánetunni Pandóru og njósna um Na’vi fyrir herinn en verður
ástfanginn af Neytiri, fallegri Na’vi prinsessu og fyrr en varir verður
hann flæktur í átök milli hersins og ættbálks hennar en innrás hersins
gæti tortýmt plánetunni!

Ef þú hefur áhuga að vinna þér inn tvo boðsmiða
á myndina (sem gilda á hvaða sýningu sem er) þá vil ég að þú kommentir
hér á spjallinu fyrir neðan þitt svar við þeirri spurningu sem ég kem
með. Netfang þarf að fylgja með hverjum sem vill taka þátt. Ef þú
vilt ekki gefa það upp í opinni umræðu, þá skaltu senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og segir mér þitt svar.

Ég spyr: Hver er uppáhalds James Cameron myndin þín og hvers vegna?

Getraunin stendur yfir í viku og það er nóg til að gefa. Á mánudaginn næsta, þann 14. des, mun ég síðan draga út vinningshafana og læt þá vita í gegnum e-mail hvernig þeir nálgast miðana sína.

Síðan bara svona upp á gamanið þá bendi ég hér á nokkur skemmtileg Avatar-tengd vídeó. Þið getið síðan fundið fleiri slík á undirsíðu myndarinnar.


– E.W. viðtal við Sigourney Weaver, Zoe Saldana og James Cameron:

– Cameron segir frá þátttöku sinni í tölvuleiknum: