Viltu vinna almenna miða á Watchmen?

Nú er aðeins vika í frumsýningu á einni af stærstu og væntanlega umtöluðustu myndum ársins. Í tilefni af því er ég að gefa miða á almennar sýningar. Miðarnir gilda fyrir tvo.

Reglurnar – eins og margir ættu að þekkja – eru sáraeinfaldar og eina sem í raun þarf að gera er að svara þremur spurningum og senda mér tölvupóst. Ég dreg síðan úr réttum svörum. Annars mun ég ekki bara stoppa þar, heldur mun ég veita fáeinum heppnum einstaklingum smá aukavinninga. En einnig eru í boði hlutir svosem Watchmen-úr og geisladiskar með tónlistinni úr myndinni.

Spurningarnar eru svohljóðandi:


1. Hver skrifaði Watchmen-myndasöguna?


a) Frank Miller
b) Alan Moore
c) Stan Lee


2. Hver var fyrsta kvikmynd leikstjórans Zack Snyder?

a) Land of the Dead
b)
Shaun of the Dead
c) Dawn of the Dead


3. Í hvaða annarri mynd léku Jackie Earle Haley (Rorshach) og Patrick Wilson (Nite Owl) saman?

a) Hard Candy
b) The Phantom of the Opera
c) Little Children




Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is. Nafn og kennitala þarf að fylgja með. Watchmen er annars gríðarlega ofbeldisfull mynd og verður þar af leiðandi 16 ára aldurstakmark á leiknum.

Dregið verður úr getrauninni eftir helgi (s.s. mánudaginn).