Þann 20. nóvember verður haldin sérstök forsýning á The Twilight Saga: New Moon kl. 22:20 í Sambíóunum. Þetta mun vera fyrsta forsýning myndarinnar á landinu og verður hún heilli viku á undan íslenska frumsýningardeginum. Sýningin er ekki á vegum okkar. Þetta er sama sýning of Facebook-síða SAMbíóanna er að halda. Mér skilst þó að miðarnir séu uppseldir á hana, sem gerir það heppilegra fyrir okkar notendur því við munum gefa fullt af miðum á hana. Tveir miðar í boði fyrir hvern sem verður dreginn út.
þú hefur brennandi áhuga að sjá þessa mynd – og sjá hana á undan flestum – þá er ekki margt sem þú
þarft að gera. Ef þið hafið verið að fylgjast með Kvikmyndir.is Facebook-síðunni þá ættuð þið að kannast við þetta.
Það þarf enginn
að senda mér neinn póst. Við gerum þetta alfarið á spjallsvæðinu hér
fyrir neðan. Það sem ég vil að þú gerir er að búa til lista yfir þínar þrjár uppáhalds vampírumyndir.
nafn og netfang. Skal taka dæmi og sýna ykkur hvað ég myndi velja:
– Nafn
– Netfang
1. Interview with a Vampire
2. The Lost Boys
3. From Dusk Till Dawn/Near Dark (jafnt)
Leikurinn verður í gangi fram að hádegi Laugardags, þá mun ég draga út. Netföngin þurfa sérstaklega að fylgja með svo hægt verði að láta vinningshafa vita og gefa upp hvernig skal nálgast bíómiðana.
Venjulega myndi ég biðja um að láta senda mér þetta beint,
en það er mun skemmtilegra að leyfa öðrum notendum að sjá
hvað aðrir koma með, sérstaklega eftir okkar frábæru Zombieland getraun þar sem notendur bjuggu til sínar eigin reglur yfir hvernig skal lifa af zombie-árás. Ef ykkur finnst óþægilegt að gefa upp
netföng í opinni umræðu hér á síðunni, þá getið þið alltaf sent mér
póst á tommi@kvikmyndir.is og sagt mér hvað þið heitið og hvaða myndir þið völduð.
New Moon er annars frumsýnd 27. nóvember.
(Ath. ég mun ekki meta vinningshafa eftir smekk þeirra á myndum. Listinn er meira aukaatriði svo fólk sé ekki bara að kommenta með nafni og netfangi, þannig að ykkur er alveg óhætt að nefna myndir eins og Blade: Trinity eða Underworld: Rise of the Lycans)

