Viltu komast á forsýningu á Nick and Norah?

Það er alltaf gaman að fá frímiða í bíó, svo hví ekki? Að þessu sinni erum við gefa miða fyrir tvo á sérstaka forsýningu á myndina Nick and Norah’s Infinite Playlist.

Sýningin verður haldin á morgun (miðvikudaginn) í Smárabíói, kl 20:00.

Um er að ræða skemmtilega, hlýja og offbeat unglingamynd sem spannar yfir heilan sólarhring og fylgir bæði skemmtilegum sem og vandræðalegum uppákomum tveggja unglinga ásamt vinum þeirra.

Myndin var frumsýnd á Toronto Film Festival í haust og fékk mjög góðar viðtökur þar. Hún er einnig með rétt yfir 70% á RottenTomatoes.com.

Eina sem þið þurfið að gera til að eiga möguleika á miðum er að svara tveimur afar léttum spurningum. Þið sendið svo svörin á tommi@kvikmyndir.is

Þess má til gamans geta að  cirka 10 heppnir einstaklingar fá einnig Nick & Norah’s… boli ásamt miðunum.
Spurningarnar hljóma svona:

– Hvað heita ungu upprennandi leikararnir í titilhlutverkunum?

– Annar aðalleikaranna lék í þekktri unglingamynd þar sem að fölsuð skilríki, drykkja og vinátta kom mikið við sögu. Hver er myndin?

Ég mun hafa beint samband við vinningshafa fyrir hádegið á morgun. Gangi ykkur vel og góða skemmtun á myndinni.