Viltu frímiða á Inglourious Basterds forsýninguna?

Föstudaginn 21. ágúst mun Kvikmyndir.is vera með sérstaka forsýningu á nýjustu mynd Quentins Tarantino, Inglourious Basterds.
Til þess að mynda aðeins öðruvísi stemmningu (og þar að auki er þetta
nóttina fyrir Menningarnótt – svo allir verða vakandi hvort eð er)
höfum við ákveðið að hafa sýninguna kl. 12 á miðnætti, í stóra salnum í Laugarásbíói. Þetta er sami dagur og frumsýningin er vestanhafs, en myndin verður frumsýnd þann 26. ágúst.

Myndin
segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði
Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska
hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. Með
helstu hlutverk fara Brad Pitt, Eli Roth, Christoph Waltz, Daniel Brühl, Til Schweiger, Diane Kruger og Mélanie Leurent.

Á föstudaginn munum við hefja miðasöluna á þessa sýningu í gegnum netið, en heppnir notendur geta líka átt möguleika á því að vinna sér inn tvo frímiða á þessa forsýningu.
Þið þurfið ekki að gera annað en að svara þremur frekar léttum spurningum. Svörin sendið þið á tommi@kvikmyndir.is. Dregið verður síðan á föstudaginn (í kringum hádegið), sama dag og miðasalan byrjar.

Spurningarnar hljóma svo:

1. Hvað heitir leikstjóri Hostel-myndanna sem fer með eitt aðalhlutverk myndarinnar?

2. Fyrsta myndin eftir Quentin Tarantino kom út árið 1992, hvað heitir hún?

3. Hvað hét svo Grindhouse-myndin sem Tarantino leikstýrði?

Koma svo…