Vilt þú vinna Stóra Planið á DVD?


Nýjasta mynd Ólafs Jóhannessonar (sem nú er að gera mjög góða hluti með heimildarmynd sína, Queen Raquela), Stóra Planið, er nú komin í verslarnir og á leigur.

Hér er á ferðinni kómísk glæpamynd sem að segir frá Davíð, sem er óöruggur einstaklingur sem að hangir með röngu fólki.

Þegar Davíð var lítill drengur missti hann litla bróður sinn í slysi. Síðan þá hefur hann öðlast sáluhjálp í kínversku sölumyndbandi sem kallast The Higher Force eða Stóra Planið eins og Davíð kýs að kalla það.

Davíð kynnist einmana grunnskólakennara Haraldi sem skynjar þörf unga mannsins fyrir leiðsögn í lífinu og tekur hann upp á sína arma. Þegar Davíð trúir Haraldi fyrir því að hann sé meðlimur í glæpagengi umturnast Haraldur sjálfur í glæpakóng. Haraldur segist allt í einu fá sendingar að utan með leynilegum varningi, eiga fullt af íbúðum og vera með marga grunsamlega menn í vinnu. Í handrukkargenginu er alltaf verið að gera lítið úr Davíð fyrir kveifskap. Það breytist þegar Davíð segist þekkja Harald hinn mikla glæpakóng. Við þetta verður Davíð aðalnúmerið, maðurinn sem leggur líf sitt og limi í hættu til að njósna um hinn hættulega grunnskólakennara.

Með helstu hlutverk fara Pétur Jóhann Sigfússon, Eggert Þorleifsson, Benedikt Erlingsson, Stefan Schaefer og Ingvar E. Sigurðsson.

Í tilefni útgáfu þessarar myndar átt þú möguleika á því að geta unnið þér inn DVD diskinn með því að svara eftirfarandi spurningu:


„Hvaða Bandarískur leikari leikur í myndinni?“


Svör skulu sendast á kvikmyndir@kvikmyndir.is og munið að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja með.


Hægt er að skoða meira um myndina á www.storaplanid.is.