Vilt þú sjá LET ME IN í kvöld?

Í kvöld í Sambíóunum verður haldin sérstök forsýning á Let Me In, sem er endurgerð á sænsku dramahrollvekjunni Let the Right One In. Sýningin verður kl. 20:10 í Álfabakka.

Söguþráðurinn lýsir sér nokkurn veginn svona: Owen (Kodi Smit-McPhee, úr The Road) er 12 ára drengur sem er lagður í einelti af samnemendum sínum og vanræktur af fráskildum foreldrum sínum. Owen er einmana og eyðir mestum tíma sínum við að leggja á ráðin um að ná fram hefndum á kvölurum sínum og fylgjast í laumi með nágrönnum sínum. Eini vinur hans er nágranni hans, ung stúlka að nafni Abby (Chloe Moretz – úr Kick-Ass) sem býr með föður sínum. Abby er á aldri við Owen og hefur átt erfitt uppdráttar og fer sjaldan að heiman frá sér nema þegar kvölda tekur. Þegar röð morða setur bæjarfélagið í uppnám og faðir Abby hverfur skyndilega stendur hún ein og varnarlaus. Allar tilraunir Owens til að rétta henni hálparhönd eru hunsaðar af Abby og Owen fer að gruna að hún búi yfir skelfilegu leyndarmáli.

Myndin hefur verið að fá tussugóða dóma, og þið getið smellt hér til að skoða það sem gagnrýnendur hafa verið að segja um hana að utan.

Ef þig langar að komast á þessa sýningu í kvöld þá máttu senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja hvaða vampírumynd er best að þínu mati og hvers vegna. Ég dreg síðan út vinningshafa kl. 16:00 og þeir fara á sérstakan nafnalista sem verður í miðasölunni. Hver vinningshafi fær að sjálfsögðu tvo miða.

ATH. Þátttakendur verða að vera orðnir 16 ára!

T.V.