Nafni minn hann Guðni var svo gefa okkur nokkur eintök af nýútgefinni bók sinni Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum sem hefur að geyma helstu setningarnar úr 89 kvikmyndum. Við ætlum auðvitað að gefa þessar góðu bækur áfram. Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á eintaki er að senda rétt svar á steinninn@kvikmyndir.is og ég dreg svo úr réttum svörum á föstudaginn.
Í hvaða mynd leikur Eggert Þorleifsson bílstjóra sem
segir frönskum ferðamanni frá Lýsi og Brennivíni?
- a) Óskabörn þjóðarinnar
- b) Nýtt líf
- c) Skilaboð til Söndru
- d) Stuttur Frakki
Svo getið þið aukið vinningslíkurnar með því að koma með eina fleiga setningu úr íslenskri kvikmynd hér á spjallinu fyrir neðan.

