Star Wars leikarinn Ian McDiarmid, viðurkennir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC, að hann vilji ekki að neinn annar en hann sjálfur leiki hlutverk hans í Star Wars, hlutverk Palpatine keisara, enda veit hann ekki hvort að persónunnar sé þörf í mögulegum myndum sem gerðar verða í framtíðinni.
Leikarinn hefur farið með hlutverk Palpatine í öllum þremur Star Wars forsögunum, og einnig í Return of the Jedi, sem er hluti af upprunalegu Star Wars seríunni, sem gerist eftir forsögurnar sem kvikmyndaðar voru miklu síðar.
Í Return of the Jedi er persóna hans eftir því sem næst verður komist, drepin. Persónan kom ekki við sögu í Rogue One hliðarsögunni, og kemur heldur ekki við sögu í væntanlegri Han Solo hliðarsögu, en auðvitað er möguleiki að persónan verði látin koma við sögu í einhverjum myndum í framtíðinni.
„Ég hugsa að það sé möguleiki en ég held að þú myndir fá að vita það á undan mér. En hvað nýju myndirnar varðar, þá er ég dauður. Það er engin spurning. En svo eru þessir hliðarflokkar kvikmynda í Star Wars heiminum, og í rauninni gerist ein þeirra, Rogue One, á tíma þegar ég var við völd. Það var meira að segja vísað til mín nokkrum sinnum í myndiunni. Svarthöfða skaut upp í kvikmyndinni, en ekki mér. Kannski geyma þeir mig til að koma óvænt inn síðar. Auðvitað vil ég ekki að neinn annar leiki þessa persónu.“
Það er annars annað það að frétta úr Star Wars heiminum að Ron Howard birti nýlega tvær myndir úr Han Solo myndinni sem hann er að kvikmynda þesssa dagana:
Shooting a scene about desperate and dangerous times in the Galaxy pic.twitter.com/AtNZPOkzFO
— Ron Howard (@RealRonHoward) September 23, 2017