Vesúvíus gýs – Plakat úr Pompeii

Fyrsta plakatið úr stórslysamyndinni Pompeii er komið á netið. Áður höfðu tvær stiklur úr myndinni komið út.

pompeii

Plakatið er tilkomumikið og sýnir aðalleikarana Kit Harington (úr Game of Thrones) og Emily Browning (úr Sucker Punch) kyssast á sama tíma og eldfjallið Vesúvíus gýs fyrir ofan borg Rómverja, Pompeii.

Þessi þrívíddarmynd er  byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust árið 79. Leikstjóri er Paul W.S. Anderson sem á að baki Event Horizon og Resident Evil.

Með önnur stór hlutverk í myndinni fara Jared Harris, Kiefer Sutherland og Carrie-Anne Moss.