Verður Punisher: War Zone PG-13 ?

 Lionsgate eru að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að gera Punisher: War Zone
að PG-13 mynd, sem þýðir að minna blóð og ofbeld verður til staðar en
ella, en ef þsú ákvörðun verður að veruleika þá er það engan vegin í
takt við myndasögurnar sjálfar, sem eru gríðarlega blóðugar.

Eitthvað misræmi er á milli framleiðandanna og leikstjóra myndarinnar, Lexi Alexander, en óstaðfestar fregnir herma að Lionsgate hafi ákveðið að láta hana fara þegar þeir fréttu að hún ætlaði að gera myndina vel blóðuga og ofbeldisfulla, sem myndi þá þýða að Punisher: War Zone yrði Rated R.

Munurinn á PG-13 og Rated R er þónokkur, þetta breytir miklu fyrir markaðssetningu myndanna og almennt græða PG-13 myndir meira því þá flykkist yngri kynslóðin í kvikmyndahúsin, og er það eflaust sjónarmiðið hjá Lionsgate í þessu máli. Þessi má líkja við að myndir séu bannaðar innan 16 (Rated-R) eða bannaðar innan 12 eða 14 (PG-13).