Hollywood leikarinn Jamie Foxx á nú í viðræðum um að leika á móti harðhausnum sjálfum – Bruce Willis í myndinni Kane & Lynch, sem er byggð á tölvuleik.
Nu Image/Millenium er í viðræðum varðandi fjármögnun og framleiðslu og Lions Gate mun líklega dreifa myndinni.
Nafn Foxx hefur verið nefnt ítrekað í tengslum við myndina, en á miðvikudaginn lak fréttin um Foxx út þegar handritshöfundurinn Kyle Ward tveetaði um hana.
Myndin mun segja frá Kane, sem Bruce Willis leikur, sem er fangi á dauðadeild ásamt geðtrufluðum morðingja sem heitir Lynch, sem Foxx mun að öllum líkindum leika.
Félagarnir sleppa úr steininum og fara að leita að fjársjóði.
Leikurinn var þróaður af IO Interactive og gefinn út af Eidor Interactive.

