Þau eru ófá vaxmyndasöfnin í heiminum í dag, og ekki eru þær færri vax fígúrurnar. Ég ákvað að efna til smá getraunar hérna á kvikmyndir.is þar sem heiður manna er lagður að veði, og verðlaunin eru „bragging“ rights eða gort réttur… sem hljómar ekki alveg jafn vel.
Á þessum tveim myndum má sjá Brendan Fraser og Amy Winehouse. Annað þeirra er vax, hitt er alvöru. Án þess að gefa upp neinar heimildir eða leggjast í þriggja tíma rannsóknarvinnu á netinu til þess að grafa upp sannleikann,“basicly“ svindla, þá býð ég lesendum að virða fyrir sér myndirnar tvær og svara hér fyrir neðan í comments hvor aðilinn sé vax og hvor aðilinn sé raunverulegur?
Ég mun síðan gefa upp rétt svar hér í comments seinna í dag eða kvöld.



