Valkyrie færist aftur!

Nýjasta mynd leikstjórans Bryan Singer (The Usual Suspects, X-Men 2, Superman Returns), Valkyrie, hefur gengið í gegnum talsvert helvíti hvað varðar frumsýningardag.

Fyrst var myndin áætluð að vera gefin út í júní á þessu ári, síðan færðist það yfir í október, síðan febrúar á næsta ári.

Nú hefur myndin enn og aftur færst, en í þetta sinn eru fréttirnar ekki eins slæmar. Núna hefur MGM ákveðið að gefa myndina út vestanhafs þann 26. desember.

Þessi ákvörðun kom upp eftir að aðstandendur héldu prufusýningu á myndinni og voru viðbrögð áhorfenda það sterk að MGM vill núna reyna að koma henni á óskarsverðlaunin á næsta ári.
Þar að auki tóku þeir fram að Valkyrie væri heldur óvenjulegur titill til að vera gefinn út á valentínusardegi, eins og upphaflega var ætlað.

Myndin fjallar um hóp nasista sem að áætla sér að myrða Hitler meðan að hápunkti seinni heimsstyrjaldar stendur.

Ekki er enn vitað hvenær myndin kemur út á Íslandi.