Universal Home Entertainment hafa gefið út fréttatilkynningu þar sem þeir sýna titlana sem koma á blu-ray formi í sumar (aðrar aðeins seinna), og þó svo að fjöldinn sé ekki mikill þá eru þetta rosalegar stórmyndir.
Hér eru myndirnar:
Land of the Dead (George A. Romero)
Doomsday (Neil Marshall)
Hellboy II: The Golden Army (Guillermo Del Toro)
The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor
Og svo ein gömul og góð frá 1982:
The Thing
Ljóst er að þetta er mikil veisla fyrir blu-ray aðdáendur og vonandi að þessir titlir skili sér til Íslands sem fyrst. Universal hafa setið aðeins á blu-ray útgáfum undanfarnar vikur og tölur um slakar DVD sölur hafa eflaust sparkað ærlega í rassinn á þeim.

