Universal framleiðir víkingamynd Baltasars

1024px-Baltasar_KormakurFramleiðslufyrirtækið Universal Studios hefur tryggt sér réttinn á kvikmynd Baltasars Kormáks, Vikingr, en myndin hefur verið í vinnslu í tæpan áratug. Baltasar skrifar handritið að myndinni ásamt Ólafi Agli Egilssyni, en myndin á að gerast gerast á Íslandi og er byggð á gömlum íslenskum víkingasögum.

Baltasar hefur áður unnið með Universal Studios að myndunum Contraband, 2 Guns og nú síðast Everest. Þær fyrrnefndu skiluðu báðar hagnaði og er Baltasar greinilega vel metinn innan veggja fyrirtækisins. Baltasar er nú að leggja lökahönd á Everest sem skartar Jake Gyllenhaal og Josh Brolin í aðalhlutverkum.

Allar líkur eru því á að Baltasar muni vinna að tveimur myndum á næstu árum á Íslandi, en hann hefur einnig verið staðfestur sem leikstjóri myndarinnar um leiðtogafundinn á Höfða.