Tyler Perry í vísindaskáldskap

Kvikmyndaleikstjórinn Tyler Perry er sagður hafa sci-fi mynd í bígerð, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum eins og Diary of a Mad Black Woman og For Colored Girls ásamt Madea franchiseinu (t.d. Madea Goes to Jail og Madea’s Big Happy Family).

Perry er sagður vera gríðarlega ósáttur við Prometheus þrátt fyrir að elska Aliens franchiseið (líkt og margir aðrir býst ég við). Hann ákvað því að ,,gera eitthvað í málunum“ eins og hann orðaði það í viðtali, í staðinn fyrir að nöldra yfir vonbrigðunum.

Perry neitaði að gefa upp nákvæmlega hvernig sci-fi myndin hans verður, en hann skrifar handrit allra myndanna sinna sjálfur ásamt því að leikstýra þeim. Ég verð að segja að ég get ekki beint ímyndað mér hvernig hann ætlar að fara að þessu. Ég virkilega fyrirlít allar þær myndir með honum sem ég hef séð og ég held að það sé ómögulegt að finna mynd frá honum með yfir 5.1 í einkunn á IMDB.com. Ég vona innilega að þetta rusl hans verði ekki að veruleika og hann blóti Prometheus í hljóði eins og við hin.