Tvöfaldur Jack Reacher – stikla

Tvær glænýjar sjónvarpsstiklur fyrir nýjustu mynd Tom Cruise, Jack Reacher, hafa litið dagsins ljós og hægt er að sjá þær hér að neðan:

 

Söguþráður myndarinnar er þessi: Í saklausum litlum bæ, eru fimm skotnir til bana af leigumorðingja. Lögreglan kemst fljótt að því hver skotmaðurinn er og handtekur sökudólginn. En maðurinn segist vera saklaus og segir; „náið Jack Reacher„. Sjálfur sér Reacher frétt af málinu í fjölmiðlum og fer til bæjarins, en Reacher er fyrrum herlögregluforingi og flækist um heiminn. Þegar Reacher birtist þá léttir lögmönnum sakborningsins, en Reacher er kominn til að afsanna ásakanir sakborningsins. Hann fer nú í það verkefni að sanna sekt skotmannsins, en málið er ekki eins einfalt og það virtist í fyrstu.

Ásamt Cruise leika í myndinni m.a. Rosamund Pike, Richard Jenkins, David Oyelowo, Michael Raymond-James og Robert Duval.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 26. desember, en 11. janúar 2013 á Íslandi.