Tvær í viðbót, og svo er ég hættur að leika

Hollywoodleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Redford, 80 ára, hefur ákveðið að setja leikaragallann á hilluna, eða um leið og hann hefur lokið við að leika í tveimur nýjum myndum.

robert-redford

Redford lýsti þessu yfir í viðtali við afason sinn, Dylan, sem hann tók fyrir Walker listamiðstöðina.

„Ég er með tvö verkefni í gangi núna,“ sagði Redford. „Um leið og þeim er lokið, þá ætla ég að segja bless við þetta allt, og einbeita mér að leikstjórn.“

Önnur þessara mynda er Our Souls at Night þar sem hann leikur á móti annarri Hollywood goðsögn, Jane Fonda. Hann segir myndina vera „ástarsögu fyrir eldra fólk sem fær annað tækifæri í lífinu.“

Hin myndin, Old Man with a Gun, sé í „léttari dúr með Casey Affleck og Sissy Spacek“.

„Ég er orðinn þreyttur á því að leika. Ég er óþolinmóð manneskja, þannig að það er erfitt fyrir mig að sitja og leika aftur og aftur sama atriðið.“

Redford vildi verða myndlistarmaður þegar hann var ungur maður, og sér nú fyrir sér að geta eytt meiri tíma við málningatrönurnar.

Og hann bætir við: „Á þessum tímapunkti í lífi mínu, þegar ég er áttræður, þá gefur það mér ánægju af því að þar er ég ekki háður neinum öðrum.“

„Þar er það bara ég með sjálfum mér, eins og þetta var einu sinni, og að fara aftur að byrja að skissa – það er eiginlega þar sem hugur minn liggur núna.“

„Þannig að, ég er að hugsa um að fara í þá áttina og leika minna.“

Redford hefur nú á allra síðustu árum leikið í myndum eins og All is Lost, A Walk in the Woods og Captain America: The Winter Soldier, þar sem hann lék þorpara.

Leikarinn hefur fengið fjórar Óskarstilnefningar á ferlinum, og vann verðlaunin fyrir leikstjórn myndarinnar Ordinary People árið 1981.