Tryggðu þér miða á Kick-Ass

Ég vil benda fólki á að það er ennþá haugur af miðum eftir á
forsýninguna á Kick-Ass sem verður haldin stuttu eftir páska. (Nánari
upplýsingar um hana hér)

Mér
datt samt í hug að nýta tækfærið og vera góður við ýmsa notendur því ég
ætla mér að gefa x marga miða á akkúrat þessa sýningu.

Reglurnar eru nokkuð einfaldar. Ef þú vilt eiga möguleika á boðsmiða máttu senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hver er besta Nicolas Cage-myndin að þínu mati.

*UPPFÆRT*
Búið er að senda póst á þá sem unnu. Til hamingju!

Og bara svona til gamans, þá vil ég uppljóstra því að þær Cage-myndir sem flestir völdu voru Adaptation og Con Air.

Gangi ykkur vel.