Trúlaus Kristur í eyðimörkinni

Í myndinni Last days in the Desert eftir kólumbíska leikstjórann Rodrigo Garcia leikur Star Wars leikarinn Ewan McGregor Jesú Krist undir lok 40 daga eyðimerkurdvalar sinnar. Á heimleiðinni úr útlegðinni glímir hann við djöfulinn um örlög fjölskyldu á vonarvöl og býr sig undir mikla þrekraun.

Myndin var sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík á síðasta ári.

ewan

Það sem er áhugavert í þessu öllu er að McGreog er trúlaus sjálfur. „Ég er ekki trúmaður,“ sagði McGregor við vefsíðuna The Daily Beast. „Ég er giftur konu sem er Gyðingur, þannig að börnin mín eru Gyðingar og mín aðkoma að trúmálum er aðallega í tengslum við Gyðingdóminn, frekar heldur en kristnina, sem ég var hálfgildings alinn upp í.“

„Foreldrar mínir voru ekki trúaðir, en í skólanum voru beðnar bænir á morgnana. Þannig að skilningur minn á trú var mótmælendatrúin í Skotlandi. En reynsla mín er ekki meiri en það.“

Um gagnrýni kristinna manna sem hafa sagt myndina vera guðlast segir McGregor að myndin hafi ekki verið gerð fyrir það fólk. „Við ætluðum okkur ekki að móðga neinn, eða móðga engan. Við gerðum mynd um samband á milli föður og sonar, og aðal persónan heitir Jesús.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni á The Daily Beast.