Trölli og töfraheimur J.K. Rowling

Nóvemberhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í nóvembermánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Á forsíðum blaðsins eru tvær spennandi kvikmyndir sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu – annarsvegar er það teiknimyndin The Grinch, um Trölla sem stelur Jólunum, og hinsveger er komin ný Fantastic Beast kvikmynd, Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald., en hún gerist í töfraheimi J.K: Rowling, höfundar Harry Potter.

The Grinch kemur í bíó 9. nóvember og Fantastic Beast kemur í bíó 16. nóvember.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is