Tökur á framhaldi hinnar stórskemmtilegu Star Trek frá 2009 hófust loksins nú eftir áramótin. Talsverð leynd hefur verið yfir framleiðslunni hingað til, og við vitum nánast ekkert um söguþráðinn annað en það að leikarinn Benedict Cumberbatch mun fara með hlutverk illmennis myndarinnar, og leikarar á borð við Alice Eve, Noel Clarke og Peter Weller hafa bæst í hópinn. Nú voru hinsvegar að leka myndir af tökustað á netið sem að gefa okkur einhverjar vísbendingar. Papparassarnir geta haft sitt gagn einstaka sinnum…
Helstu myndirnar fylgja með hér, förum yfir það sem við höfum lært af þeim (mögulega eru hér einhverjir spillar):
- Spock og Uhura eiga í návígisbardaga við skúrkinn, og hann virðist geta komið sér undan hinu fræga „Vulcan nerve pitch“.
- Illmenni Cumberbatch lítur út fyrir að vera mennskur – allavega ekki Klingoni eða neitt slíkt.
- Hann klæðist „Starfleet“ -búningi, allavega í þessu atriði.
- Það má glitta í arabíska tölustafi (þessa sem við notum) á settinu, þannig að atriðið gerist væntanlega í mennsku umhverfi,.
- Búningar og leikmunir virðast óbreyttir frá því í síðustu mynd
- Hlutar myndarinnar eru teknir með Imax myndavél. Ekki að það gagnist okkur eitthvað.
Spottið þið eitthvað meira?