Star Trek 4 í undirbúningi

Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að frumsýna þriðju Star Trek-myndina, er kvikmyndaverið Paramount þegar byrjað að undirbúa þá fjórðu.

beyond1-social

Búið er að taka frá titilinn Star Trek 4 hjá bandarísku kvikmyndasamtökunum MPAA, sem þýðir að myndin er á teikniborðinu.

Chris Pine og Zachary Quinto hafa reyndar þegar skuldbundið sig til að leika í fjórðu myndinni en hún verður þó ekki gerð nema þriðja myndin fái góðar viðtökur kvikmyndahúsagesta.

Sú verður frumsýnd í júlí næstkomandi í leikstjórn Justin Lin.