Trailerinn fyrir þriðju Toy Story-myndina birtist á netið fyrir örstuttu síðan og er hægt að skoða hann núna á forsíðunni okkar. Þetta er mynd sem þarf á engri kynningu að halda. Hún kemur í bíó næsta sumar og verða þá cirka 11 ár liðin frá því að Toy Story 2 kom fyrst út.
John Lasseter, sem er einn aðalmaðurinn á bakvið Pixar og leikstýrði m.a. hinum tveimur Toy Story-myndunum, sér hins vegar ekki um þessa, heldur er nokkur Lee Unkrich kominn í leikstjórastólinn. Þetta er fyrsta myndin sem hann sér einn um hjá Pixar, en hann hefur lengi unnið hjá fyrirtækinu sem klippari og aðstoðarleikstjóri.
Það má eiginlega segja að fólk bíði eftir þessari þriðju mynd með bæði spenningi og kvíða. Toy Story 2 er almennt talin ein besta framhaldsmynd sem gerð hefur verið og verður því gífurlega erfitt að toppa hana. Hún setti víst einhvers konar met á RottenTomatoes.com, enda er hún 100% fersk, með 131 umfjöllun og 8.5 í meðaleinkunn, sem þykir ótrúlegt!
Endilega kíkið á þennan trailer. Ég er mjög forvitinn að vita hvað ykkur finnst. Spurning hvort þetta verði önnur UP eða önnur Cars.

