Topher Grace styttir Star Wars I-III

Margir kannast við hugtakið ‘fan-edit’ þar sem aðdáendur klippa myndir til í það form sem þeim líkar best, en ein frægasta aðdáenda-klippta útgáfan á netinu er án efa endurklippta útgáfan af Star Wars Episode I: The Phantom Menace, The Phantom Edit, sem tókst að vekja athygli á hugtakinu. En í þeirri útgáfu er búið að fjarlægja mest af því sem þótti ónauðsynlegt eða pirrandi fyrir stjörnustríðs aðdáendur.

Leikarinn Topher Grace hefur hinsvegar tekið hugmyndina á annað plan þar sem hann klippir ekki einungis fyrstu myndina, heldur sameinar hann það mikilvægasta og besta úr öllum þrem prequel-myndunum í eina kvikmynd.  Útgáfan ber heitið Star Wars III.5: The Editor Strikes Back.

Útgáfa hans er í kringum 85 mínútur og inniheldur myndefni úr prequel-myndunum, eitthvað af myndefni úr upprunalega þríleiknum, ásamt tónlist og hljóðbútum úr Star Wars hljóðbók og Clone Wars þáttunum. Að sögn Peter Sciretta, fréttapenna vefsíðunnar Slashfilm, er útgáfan áhrifaríkari endursögn af falli Anakins og hefur fyrsta prequel-myndin verið klippt nánast alveg út, geim pólitíkin hefur verið fjarlægð og subplottið um klónana er á bak og burt.

Útgáfan hljómar mjög mikið eins og hvernig Machete-röðunin flokkaði fyrstu prequel-myndina, en í Topher Grace-útgáfunni kynnast áhorfendur Anakin fyrst þegar hann er leikinn af Hayden Christensen. Hægt er að lesa nánar um útgáfuna hér.

Ég man eftir að hafa séð Phantom Edit stuttu eftir að hún vakti athygli en hún skildi lítið eftir sig, hinsvegar hljómar þessi nýja útgáfa helvíti vel og lofar góðu. Mikið af því tilgangslausasta er fjarlægt og nú hljómar þetta eins og áhugaverðari saga. En það verður furðulegt þegar Remix-útgáfa Tophers af Close Encounters of the Third Kind  mun líta dagsins ljós (stiklan fyrir þá útgáfu var sýnd á undan prequel útgáfunni hans).

Hvernig leggjast þessar breytingar í fólk og eru ekki allir orðnir þreyttir á öllu þessu tali í kringum prequel-myndirnar?