Tony Stark safnar kröftum á nýjum myndum úr Iron Man 3

Aðstandendur næstu Iron Man myndar, Iron Man 3, hafa verið iðnir við að dæla inn nýjum ljósmyndum úr myndinni inn á Facebook síðu Iron Man myndanna nú síðustu daga.

Eins og sést hefur í stiklum fyrir myndina þá vitum við fyrir víst að Tony Stark á eftir að þola ýmiss konar áföll í þessari mynd áður en hann rís upp á ný og endurheimtir fyrri styrk.  Hann verður barinn í buff og flotta húsið hans sprengt í tætlur, svo eitthvað sé nefnt.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er Tony Stark að byrja að jafna sig, en andlitið á honum ber merki átaka:

Í næstu mynd þá er Tony Stark í AIM stuttermabol en AIM stendur fyrir Advanced Idea Mechanics sem er fyrirtæki Killians sem framleiðir nanóbottana sem knýja illmennið Mandarin sem Ben Kingsley leikur. Er þetta vísbending um það að Killian sé illmenni sem í fyrstu er bandamaður, en reynist svo vera þorpari eftir allt saman? Eða er eitthvað allt annað hér á ferðinni?

Í næstu mynd eru þau saman þau erfðafræðingurinn Aldrich Killian, glerfínn í hátísku jakkafötum, sem leikinn er af Guy Pearce, og aðstoðarkona Tony Stark, Pepper Potts, sem leikin er af Gwyneth Paltrow, ekki síður flott í tauinu.

Og að lokum eru það svo myndir af nýjustu forsíðu Empire kvikmyndaritsins. Fyrst er það hrein og ómenguð síða með mynd af Tony Stark í Iron Man gallanum, en þar fyrir neðan er forsíðan eins og hún kemur af kúnni:

Iron Man 3 verður frumsýnd 3. maí í Bandaríkjunum.