Tom Hardy leikur Kray-bræður – Ofbeldisfull stikla

Enski leikarinn Tom Hardy leikur eineggja tvíburana Ronald og Reginald Kray í nýrri mynd leikstjórans Brian Helgeland, Legend, sem er byggð á ævi þeirra.hardy

Ný, ofbeldisfull stikla úr myndinni er komin út þar sem hinir alræmdu Kray-glæpabræður láta til sín taka í undirheimum London á sjöunda áratugnum.

Á meðal annarra leikara í myndinni eru Emily Browning, David Thewlis, Christopher Eccleston og Taron Egerton, sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Kingsman: The Secret Service.

Helgeland skrifaði einnig handritið að Legend, sem er væntanleg í bíó í haust