Playtone, framleiðslufyrirtæki Tom Hanks, hefur ásamt Universal keypt réttinn að bókinni In the Garden of Beasts, eftir Erik Larson. Bókin fjallar um líf William Dodd og fjölskyldu hans, en hann gegndi embætti sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi þegar Nasistaflokkurinn var að rísa til valda. Myndin mun sína hvernig fjölskyldan tók fyrst um sinn þátt í tíðarandanum á grandalausan hátt, en áttaði sig smátt á sig því að eitthvað var ekki rétt. Hanks mun framleiða myndina, og er sennilega að hugsa sér að leika aðalhlutverkið líka.
Þetta verða ekki fyrstu kynni Hanks af síðari heimstyrjöldinni, eins og allir muna lék hann í Saving Private Ryan, og framleiddi einnig HBO seríurnar Band of Brothers og The Pacific.