Hannah Montana sló í gegn í myndinni Hannah Montana/Miley Cirus: Best of Both Worlds Concert Tour sem var einskonar tónleikamynd fyrir yngri kynslóðina. Nú hefur hún nælt í sína eigin mynd sem ber nafnið Hannah Montana: The Movie. Myndin fjallar um hvernig hún tekst á við það að vera annars vega venjulegur unglingur og hins vegar risastór söngstjarna.
Montana hefur verið kölluð óskabarn Disney þannig að þeir náðu í ágætis mannskap fyrir myndina, Emily Osment úr Spy Kids þríleiknum leikur hlutverk, Jason Earls úr National Treasure myndunum og Moises Arias úr Nacho Libre.
Peter Chelsom leikstýrir en hann hefur á ferilskránni myndir eins og Serendipity og Shall we dance?. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í Bandaríkjunum næsta vor.

