Nýjasta Freddy Kruger myndin mun marka nýtt upphaf en hún á að endurræsa seríuna alfarið. Hinn nýji Freddy Kruger mun vera leikinn af Jackie Earle Haley, Watchmen. Myndin á að vera meiri „thriller“ og spennumynd heldur en hrein hrollvekja. Freddy á hugsanlega að vera með fleiri veikleika og á því að bjóða upp á meiri persónusköpun.
Ekki hefur komið fram hvort hann haldi röndóttu peysunni sinni og klónum eða hvort eitthvað breytist. Þó hefur komið fram að sérstök túlkun Jackie Earle Haley á Freddy hafi tryggt honum hlutverkið. Myndin er með 27 milljón dollara fjármagn en til samanburðar má nefna að fyrsta Freddy Kruger myndin var aðeins með 1,8 milljón dollara.
Tökum lauk nýverið en myndin á að vera frumsýnd í apríl 2010.
Ég verð að viðurkenna að ég er dálítið spenntur að sjá Haley sem Freddy Kruger, og mér líst vel á „thriller“ pælinguna. Hvað finnst ykkur kæru lesendur ?


