Næstum 10 ár eru síðan vinsælasta kvikmynd allra tíma, Avatar, kom í bíó, eða árið 2009, og allir urðu orðlausir yfir þrívíddartækninni sem var notuð, í bland við lifandi leikara. Nú hefur verið tilkynnt að tökum sé lokið á framhaldsmyndunum, sem áður hefur verið sagt frá að séu á leiðinni.
James Cameron, leikstjóri Avatar, sagði frá í myndbandsskilaboðum: “Hæ, James Cameron hérna og í dag var ég að koma af tökustað Avatar framhaldsmyndanna – og bakvið mig geturðu séð myndvinnslusviðið. Í dag erum við að mynda nokkur áhættuatriði, en í raun er tökum lokið: Sam [ Worthington ], Zoe [ Saldana ], Sigourney [Weaver], Stephen Lang, Kate Winslet.”
Einnig sagði leikstjórinn: “Þau hafa lokið störfum, og stóðu sig frábærlega. Og ég get varla lýst því hve stoltur ég er af þeirra vinnuframlagi.”
James Cameron took a (very rare) break from filming on the performance capture stage to record a message to Avatar fans!
Watch for a progress update on the sequels and a brand new trailer for his long-time passion project, Alita: Battle Angel. #AvatarFamily @AlitaMovie pic.twitter.com/Vz6bqp73DA
— Avatar (@officialavatar) November 13, 2018
Cameron notaði einnig tækifærið og kynnti aðra kvikmynd sem hann hefur verið að vinna að í langan tíma sem framleiðandi – Alita: Battle Angel. Sú mynd gerist í óræðri framtíð, þar sem hin yfirgefna Alita finnst á ruslahaug Iron City, af góðhjörtuðum net – lækni ( Cyber – Doctor ), sem fer með hið rænulausa vélmenni á læknastofu sína.
Leikstjóri Alita er Robert Rodriguez, en hann hefur sagt í viðtölum að Avatar hafi upprunlega átt að vera bönnuð börnum. “Af því að þetta er teiknimyndasaga, þá geta þeir gert allskonar hluti og partur af því sem Jim [Cameron] gerði upprunalega með Avatar, var að hann skrifaði hana sem bannaða innan 16 ( R – Rated ),” sagði Rodriguez.
“Hann vissi að hann þyrfti að hætta við eitthvað af efni, til að myndin gæti náð til fleiri og yngri áhorfenda. Þannig að við höldum þessu í góðu jafnvægi [í Alita ] með vélmennaofbeldið, því þar er svo margt hægt að gera, en ég held að við náum að hafa tóninn réttan,” sagði Rodriguez.
Von er á Avatar 2 í bíó á Íslandi 18. Desember árið 2020.