Töfrasproti fyrir Harry Potter nerði

Þann 21. okt mun koma á markað töfrasproti sem virkar eins og alhliða heimilis fjarstýring eða „Universal remote“. Með þessu er hægt að fjarstýra öllu á heimilinu sem notast við fjarstýringu, þar á meðal fjarstýrða lampa… þannig að maður getur séð fyrir sér meinta Harry Potter nerði sveifla sprotanum að ljósinu og þylja upp töfraorðin „Luminatus!“

Engir hnappar eru á sprotanum heldur skynjar hann þrettán mismunandi hreyfingar sem hægt er að stilla á að hækka og lækka, skipta um stöðvar o.s.f.

Það er þá spurning hvort einhverjir missi sig í gleðinni og verði eins og Mikki mús í Fantasíu í íbúðinni sinni dansandi af gleði kveikjandi og slökkvandi á lömpum, tónlist og sjónvarpinu…

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um sprotann hér http://thewandcompany.com/