Tobey Maguire óhuggnalegur í Brothers

Það læddist um mig hrollur þegar ég sá trailer fyrir myndina Brothers því Tobey Maguire er vægast sagt mjög óhuggnalegur að sjá, sem er dálítill viðsnúningur þar sem maður er orðinn vanur að sjá hann í hlutverki Köngulóarmannsins.

Myndin Brothers er endurgerð á dönsku myndinni Brødre og fjallar um tvo bræður Sam og Tommy. Sam er hermaður sem hverfur í Írak og er tilkynntur látinn en sorgin leiðir konu Sam og Tommy bróður hans saman. Það kemur svo í ljós að Sam er ekki jafn dauður og allir héldu og snýr aftur heim vægast sagt pirraður yfir ástandinu sem hefur skapast.

Með hlutverk Tommy og konu Sam fara Jake Gyllenhaal og Natalie Portman

  • Sýnishorn

  • Brothers: Trailer