Titillagið úr Alice in Wonderland komið

Það styttist jafnóðum í nýjasta gjörninginn eftir Tim Burton, Alice in Wonderland (sem við Hildur María erum búin að sjá – *glott*). Nú er smám saman farið að týnast inn meira kynningarefni fyrir myndina og það heitasta er ef til vill myndbandið við lagið sem Avril Lavigne syngur.

Lagið heitir Underground og kemur fram í lok myndarinnar. Persónulega finnst mér þetta vera skárra lag heldur en var í lokin á Avatar, en það er kannski bara ég. Það byrjar a.m.k. ágætlega áður en það dettur út í týpískt Avril-öskur. Hægt er að sjá vídeóið (og að sjálfsögðu heyra lagið) á undirsíðu myndarinnar og forsíðunni. Myndin verður svo frumsýnd þann 5. mars á Íslandi og í Bandaríkjunum.