Timburmenn -Einn dagur í lífi sjö ungmenna

Undirbúningur er hafinn fyrir gerð nýrrar íslenskrar bíómyndar sem ber heitið Timburmenn, og er gert ráð fyrir að hefja tökur á næsta ári. Frá þessu er sagt á Logs.is.
Myndin fjallar um einn dag í lífi sjö íslenskra ungmenna og hyggjast aðstandendur fjármagna hana að mestu sjálfir. Á Facebook síðu myndarinnar hafa þeir auglýst eftir fagfólki sem er til í að taka þátt í gerð myndarinnar. Þeir sem standa á bak við myndina eru Tómas Aquinas Rizzo, Sindri Gretarsson, Þór Þorsteinsson, Guðmundur Heiðar Helgason og Daníel Grímur Kristjánsson. Nánari upplýsingar um Timburmenn er að finna á Facebook síðu myndarinnar.

Vefritið Smugan birti nýlega viðtal við aðstandendur myndarinnar. Það er að finna hér.

Í viðtalinu segir Tómas, sem jafnframt er einn af stjórnendum hér á kvikmyndir.is: „Við erum algerlega að gera þetta sem áhugamenn og við fjármögnum þetta mikið til sjálfir.“