Þetta eru leikraddirnar og persónurnar í Transformers One

Ævintýramyndin Transformers One verður frumsýnd nú á föstudaginn. Af því tilefni birtum við hér lýsingar á helstu persónum myndarinnar, en það mun pottþétt gera bíóupplifunina betri að kynnast persónunum áður en þær birtast á hvíta tjaldinu.

Einnig má sjá hér að neðan yfirlit yfir helstu leikraddir myndarinnar í íslensku og ensku talsetningunni.

ORION PAXHjörtur Jóhann Jónsson / Chris Hemsworth

Orion Pax er draumóramaður. Hann er ungt vélmenni sem er ekki enn orðinn Optimus Prime, sem hann verður að síðar. Hann er uppreisnargjarn, eirðarlaus en umburðarlyndur og sér það besta í öllum, þar á meðal óvinum sínum. En hann er alls ekki góður í að fara eftir stífum reglum Cybertron plánetunnar. Hann lendir í allskonar núningi við besta vin sinn D-16. Orion Pax er kannski heillandi og óskammfeilinn, en hann er einnig forvitinn um sögu Cybertron – og gæti orðið mjög mikilvægur fyrir framtíð vélmennana. “Það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert meira,” segir hann við D-16. “Ég finn það á mér.”


D-16Orri Huginn Ágústsson / Brian Tyree Henry

Á margan hátt er D-16 sá traustasti af öllum ungu Transformers vélmennunum – hann fer eftir reglum og er sáttur við hlutskipti sitt í lífinu. Á hinn bóginn eru örlög hans þau að verða Megatron – sá miskunnarlausasti af öllum Transformerunum. En núna er D-16 meðvitaður um takmörk sín. Eins og aðrir lacon námuverkamenn þá er hann ekki enn með Transformers tönn sem leyfir honum að umbreytast – og horfir upp til leiðtoga síns, Sentinel Prime.

Hann er mikill prinsipp maður og trúir á að refsað sé fyrir glæpi en er einnig besti vinur Orion Pax, sem er algjör vandræðapési. “Ef við lifum þetta af, “ segir D-16 við hann. “Þá ætla ég að drepa þig!”


B-127Oddur Júlíusson / Keegan-Michael Key

B-127 er trúfastur, yfirspenntur mótormunnur sem er endalaus uppspretta gleði og ánægju. Þó að hann geti virst barnalegur og yfirmáta bjartsýnn, þá hefur B-127 úthald sem þýðir að hann getur sætt sig við nokkurn veginn hvað sem er og er límið sem heldur öllu saman þegar sprungur byrja að myndast í vinahópum.

Eitt sem þú þarft að vita um B-127 er að hann vill vera kallaður B, þó að hann sé að vinna í fleiri nöfnum. Uppáhaldsnafnið akkúrat í dag er Badasstron.


ELITA-1Stefanía Svavarsdóttir / Scarlett Johansson

Elit-1 er ótrúlega hæfur og náttúrulegur leiðtogi en er einnig hungruð í þá virðingu sem hún á skilið. Hún vinnur sem einn af æðstu stjórnendum í Energon námunum og krefst miskunnarlausrar skilvirkni og samkeppnishæfni. En það er meira við þessa framakonu en virðist í fyrstu. Hún er ótrúlega fim í bardaga og er með frábæran húmor undir köldum yfirborðinu. Elita-1 er heltekin af markmiðum og því að komast eitthvað – hún veit bara ekki alveg ennþá hvert nákvæmlega það á að vera.


SENTINEL PRIME – Eyþór Ingi Gunnlaugsson / Jon Hamm

Eftir að hafa einn og óstuddur komið í veg fyrir ógnina sem stóð af Quintesson eftir að Primes féll, þá er Sentinel Prime “Hetja Cybrertron”. Hann er ekki aðeins leiðtogi allra Transformera, heldur er hann hinn fullkomni skemmtikraftur. Hann geislar í framkomu, er gáfaður og með mikla persónutöfra sem eru næstum því jafn frábærir og hinar leiftursnöggu skó-þrýstitúður sem senda hann á tignarlegan hátt um loftin blá. Hann er stjórnandi en alltaf rólegur undir álagi, eða eins og D-16 segir alltaf. “Treystu Sentinel Prime.”


ALPHA TRIONJóhann Sigurðarson / Laurence Fishburne

Eins og annálar Transformeranna vitna um, þá var í upphafi “okkar magnaði skapari Primus.” Til að vernda alheiminn sem hann bjó til þá fórnaði Primus lífsanda sínum og breytti sjálfum sér í plánetuna Cybertron. Og frá kjarna hennar skapaði hann fyrstu Transformerana sem kölluðust Primes – hinar allra glæsilegustu stríðshetjur.

Alpha Trion er hugaður, göfugur og vitur forfaðir sem hefur varið Cybertron fyrir hinum níðingslegu Quintessons í þúsundir tímabila.


DARKWINGÓlafur S.K. Þorvaldz / Isaac Singleton Jr.

Darkwing er mikilfenglegt vélmenni sem rekur Energon námustarfsemina á Cybertron með harðri járnhendi, og kemur fram við starfsmennina, þar á meðal Orion Pax og D-16, eins og skít. En ef hann keyrir þá of stíft áfram í námunum, þá gæti Darkwing mögulega unnið hann á sviði sem hann vill stjórna einnig; keppnisvellinum.

Með hið víðfræga 5000 kapphlaup í gegnum borgina yfirvofandi, þá þarf þessi árásargjarni kappi að nota öll skítatrixin í bókinni ef hann á að sigrast á þessum grænjöxlum en keppnin er nokkuð sem Sentinel Prime segir að sýni fram á hvað er spunnið í keppendur.


AIRACHNID – Valgerður Guðnadóttir / Vanessa Ligouri

Airachnid getur umbreytt sér í eldsnöggt vélmenni með hárbeittar hendur sem hún getur notað til að sigrast á bráð sinni og draga upp í loftið. Þetta gerir hana að hinum fullkomna veiðimanni. En það sem gerir Airachnid reglulega ógnvekjandi eru hrollvekjandi líkamshreyfingarnar og augun sem opnast og lokast út um allt höfuðið.

Ef þú biður hana einhverntímann um að halda augunum opnum þá mun Airachnid segja kuldalega: “Þau eru það alltaf.” Ef þú munt einhverntímann heyra hana hlægja, þá mun hljómurinn aldrei gleymast. Þetta er vélmenni sem þú vilt forðast í lengstu lög.


SOUNDWAVEDavíð Guðbrandsson / John Bailey

Soundwave er gjarnan með Shockwave og passar upp á óvini gagnvart Varðliðinu, The High Guard. Þessir tveir járn-vöðvastæltu bottar tilheyra Starscream.

Rétt eins og Shockwave, þá getur Soundwave flogið og er ótrúlega fimur í bardögum bæði í lofti og á láði. En það sem hann hefur fram yfir aðra er að hann getur skannað rafmagnshögg og -kippi og sér þannig hvort fólk segir satt eður ei. Einnig getur hann gereytt málmum með hljóðbylgjum.


JAZZJakob Van Oosterhout / Evan Michael Lee

Jazz verður síðar einn af helstu aðstoðarmönnum Optimus Prime, en þegar við hittum núna ungæðislega útgáfu af honum í Transformers One, þá vinnur Jazz með Orion Pax í ólíku umhverfi. Jazz, Pax og D-16 eru þrír ungir námuverkamenn hjá Energon djúpt í lacon námunum, illfærum og erfiðum viðureignar.


STARSCREAMEllert Ingimundarson / Steve Buscemi

Sem leiðtogi bannfærðu varðliðanna á Cybertron, þá situr Starscream stoltur í hásæti sínu og lifir samkvæmt einfaldri möntru. Allt sem skiptir máli er að vélmenni hafi vald yfir öðru vélmenni! Þetta eru spámannsorð frá einum helsta liðsforingja Megatron.

Hann er miskunnarlaus stríðsmaður á landi, en hæfni hans í lofti er meiri en flestra – jafnvel á Cybertron.