The Texas Chainsaw Massacre (1974)

Þá er komið að föstudegi, og því tími fyrir umfjöllun. Í þetta skiptið tek ég ’70s hryllingsmyndina The Texas Chainsaw Massacre, sem á sér sterkan og ákveðinn áðdáendahóp.

 

                                The Texas Chainsaw Massacre

Fimm vinir ákveða að eyða tíma í húsi sem stendur autt. Vinirnir ferðast á milli staða í rúmgóðum bíl, og á leiðinni rekast þeir á puttaferðalang (Edwin Neal), sem er partur af vafasamri fjölskyldu sem vinirnir eiga eftir að kynnast. Vinirnir gefa honum far, en eftir skrítna reynslu af þessum einstakling losna vinirnir við hann úr bílnum. Þeirra frítími sem átti að fara í skemmtun í stóru yfirgefnu húsi, breytist í eitthvað allt annað.

ledderSöguþráður myndarinnar er til fyrirmyndar, einn sá frumlegasti og mikill innblástur fyrir aðrar álíka hryllingsmyndir. Staðsetning myndarinnar er frábær, dautt umhverfi og mikill sveitafílingur. Atriðin í bílnum sem byrja myndina eru klassísk. Lýsing myndarinnar er góð, hún fellur vel inn í atriðin og setja upp léttan anda. Leikararnir standa sig frábærlega, okkar maður Gunnar Hansen er stórgóður sem Leatherface, og er þetta uppáhalds léðurfésið mitt í allri seríunni til þessa. Leikstjórnin (Tobe Hooper) er vel til staðar og óblettótt. Kvikmyndataka myndarinnar er ein sú besta að mínu mati. Atriði myndarinnar eru skemmtilegri kvikmyndatökunni að þakka, og rassaskotin af Pam (Teri McMinn) eru ekki leiðinleg. Tæknibrellur myndarinnar eru vel til staðar, og eins góðar og maður býst við af slíkri mynd. Klipping myndarinnar setur myndina vel saman, og tónlistin passar vel við.

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds, og er þessi uppáhalds myndin mín í Texas Chainsaw seríunni til þessa. Á sínum tíma setti hún standardinn fyrir hryllingsmyndir, og í raun gerir það ennþá. Þetta er stórgóð mynd, og ein af þessum sem allir eiga að vera búnir að sjá að mínu mati. Nú nálgast helgin, og mæli ég með því að hún verði að einhverju leyti notuð í áhorf. Vídeóheimar eru með kassa eftir kassa af DVD myndum á 500 kall stykkið, og ættu því  allir áhugamenn að hoppa þangað með veskið sitt.