The Raid 2 heimsfrumsýnd á Sundance

Sundance kvikmyndahátíðin verður haldin 16. – 26. janúar nk. í Bandaríkjunum en á hátíðinni er jafnan frumsýndur fjöldi áhugaverðra mynda sem skilar sér oft ekki í almennar sýningar  í kvikmyndahúsum fyrr en löngu síðar.

the raid 2

Ein af þeim myndum sem heimsfrumsýndar verða á Sundance er hin indónesíska The Raid 2, framhald hins frábæra slagsmálatryllis The Raid, sem sýnd var hér á landi og fékk góðar móttökur.

Alls verða 17 myndir heimsfrumsýndar á hátíðinni. Þær eru allar bandarískar nema annað sé tekið fram:

“Calvary” (Írland.) — Mynd eftir John Michael McDonagh. Dökkt gaman-drama um prest sem neyðist til að berjast við myrkraöfl þegar lífi hans er ógnað einn dag þegar hann er við skriftir. Leikarar: Brendan Gleeson, Chris O’Dowd, Kelly Reilly, Aidan Gillen, Dylan Moran, Marie-Josee Croz.

“Frank” (Írland) — Mynd eftir Lenny Abrahamson. Öðruvísi gamanmynd um mann sem langar að verða tónlistarmaður og gengur í framúrstefnulega rokkhljómsveit. Leikarar: Michael Fassbender, Domhnall Gleeson, Maggie Gyllenhaal og Scoot McNairy.

“Hits” — Mynd eftir David Cross. Frægð, blekking, heiðarleiki og kæruleysi í litlum bæ í New York fylki. Leikarar: Meredith Hagner, Matt Walsh, James Adomian, Jake Cherry, Derek Waters, Wyatt Cenac.

“I Origins” — Mynd eftir Mike Cahill.   Litningafræðingur og rannsóknarfélagi hans komast yfir sönnunargögn sem gætu breytt heiminum eins og við þekkjum hann. Leikarar: Michael Pitt, Brit Marling, Astrid Berges-Frisbey, Steven Yeun, Archie Panjabi.

“Laggies” — Mynd eftir Lynn Shelton. Uppvaxtarsaga um 28 ára gamla konu sem þarf að koma lagi á líf sitt þegar hún fær óvænt bónorð. Leikarar: Keira Knightley, Sam Rockwell, Chloe Grace Moretz, Ellie Kemper, Jeff Garlin, Mark Webber.

“Little Accidents” — Mynd eftir Sara Colangelo.  Drama um leyndarmál og lygar í litlu bandarísku kolanámuþorpi, sem er að ná sér eftir námuslys. Leikarar: Elizabeth Banks, Boyd Holbrook, Chloe Sevigny, Jacob Lofland, Josh Lucas.

“Love is Strange” Mynd eftir Ira Sachs. Ben og George giftast eftir 40 ára samband, en þegar George missir vinnuna vegna giftingarinnar, þá neyðast þeir til að lifa í sitthvoru lagi og reiða sig á stuðning fjölskyldu og vina. Leikarar: John Lithgow, Alfred Molina, Marisa Tomei, Darren Burrows, Charlie Tahan, Cheyenne Jackson.

“A Most Wanted Man” — Mynd eftir  Anton Corbijn. Framhaldsmynd af “The American” eftir sama leikstjóra og er gerð eftir metsöluspennusögu John le Carre. Leikarar: Philip Seymour Hoffman, Rachel McAdams, Willem Dafoe, Robin Wright. 

“Nick Offerman: American Ham” —Mynd eftir Jordan Vogt-Roberts.  Upptaka af uppistandi Offerman í New York.

“The One I Love” — Mynd eftir Charlie McDowell. Par í hjónabandsvandræðum fer í burtu um helgi, en þar tekur við nýtt vandamál. Leikarar: Mark Duplass, Elisabeth Moss, Ted Danson.

“The Raid 2″ (Indónesía) — Mynd eftir Gareth Evans. Aðalhetja fyrri myndarinnar, ungi lögregluþjónninn, fer á laun í raðir hinnar miskunnarlausu mafíu í Jakarta. Leikarar:  Iko Uwais, Yayan Ruhian, Arifin Putra, Oka Antara, Tio Pakusadewo, Alex Abbad.

“Rudderless” — Mynd eftir William H. Macy. Syrgjandi faðir kemst yfir kassa með tónlist látins sonar síns, og hann stofnar rokkband. Leikarar: Billy Crudup, Anton Yelchin, Felicity Huffman, Selena Gomez, Laurence Fishburne, Macy.

“They Came Together” — Mynd eftir David Wain.  Grín gert að rómantískum gamanmyndum, með gyðingi í aðalhlutverkinu og klunnalegri en viðkunnalegri aðalleikkonu, í New York. Leikarar: Amy Poehler, Paul Rudd, Ed Helms, Cobie Smulders, Max Greenfield, Christopher Meloni.

“The Trip to Italy” (Bretland.) — Mynd eftir Michael Winterbottom.  Mynd um mat, átök og hlátur. Leikarar: Coogan, Brydon. 

“The Voices” (Bandaríkin – Þýskaland) — Mynd eftir Marjane Satrapi. Mynd um starfsmann í verksmiðju sem á illan talandi kött, góðlegan talandi hund og á í sérkennilegu sambandi við konu sem er endurskoðandi. Leikarar: Ryan Reynolds, Gemma Arterton, Anna Kendrick, Jacki Weaver.

“White Bird in a Blizzard” — Mynd eftir Gregg Araki. Kvikmyndagerð á skáldsögu Laura Kasischke. Segir sögu ungrar konu en líf hennar fer á hvolf þegar móðir hennar hverfur. Leikarar: Shailene Woodley, Eva Green, Christopher Meloni, Shiloh Fernandez, Gabourey Sidibe, Thomas Jane.

“Young Ones” — Mynd eftir Jake Paltrow. Þegar lífið tekur breytingum af ýmsum ástæðum, þá neyðist barn til að velja á milli hluta sem barn ætti ekki að þurfa að velja um. Leikarar:  Michael Shannon, Nicholas Hoult, Elle Fanning, Kodi Smit-McPhee.