Sambíóin munu vera með almennar forsýningar á spennuhrollinum The Last House on the Left yfir alla helgina. Sýningar verða einungis í Álfabakka kl. 10:40 núna í kvöld og síðan á laugardags- og sunnudagskvöldið.
The Last House on the Left er byggð á samnefndri Wes Craven-mynd frá áttunda
áratuginum. Þetta er hrollvekja þar sem verstu hliðar mannlegs eðlis
eru kannaðar. Söguþráðurinn er einfaldur. Fjórir ungir glæpamenn rekast
á tvær grunlausar stelpur í litlu fjallaþorpi. Eftir að hafa drepið
aðra og nauðgað hinni á hrottalegan hátt flýja glæpamennirnir og leita
skjóls í nálægu sumarhúsi sem reynist vera sumarhús foreldra
stelpnanna. Eftir að foreldrarnir komast að því hvað strákarnir gerðu
við dætur þeirra, leita þeir hefnda. En hversu langt má maður ganga til
að hefna þeirra sem maður elskar.
Þessi mynd er virkilega brútal og hörð og alls ekki fyrir viðkvæma að mínu mati. En séuð þið í stuði fyrir smá spennu og hrottaskap af betri gerðinni þá er ekki spurning um annað en að skella sér.
Fínasta útrás eftir prófin fyrir suma.

