Núna á miðvikudaginn, þann 10. mars, ætlar Laugarásbíó að endursýna The Hurt Locker í stóra salnum kl. 20:00. Þessi staka sýning er að sjálfsögðu í tilefni þess að myndin sópaði til sín 6 Óskarsstyttur í fyrranótt, þ.á.m. fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, besta frumsamda handrit og bestu klippingu.
Myndin var frumsýnd í júní 2009, þannig að ef hún hefur hingað til farið alveg framhjá þér er alveg kjörið að skella sér á hana í bíó.
Ef þú hefur áhuga á frímiða á þessa sýningu munum við gefa nokkra slíka. Eina sem þú þarft þá að gera er að senda mér mail á tommi@kvikmyndir.is og gefa upp fullt nafn og kennitölu (þeir sem eru undir 16 ára fá ekki miða, því miður – reglur). Þeir sem verða dregnir fá svar tilbaka fyrir miðnætti.

