The Hangover – forsýningar

Núna út alla helgina verða opnar forsýningar á grínmyndina sem langflestir virðast ekki geta hætt að tala um, The Hangover.

Sýningar verða í Sambíóunum um land allt kl. 22:00 á föstudag (5. júní), laugardag (6.) og sunnudag (7.). Hægt er að nálgast miða í miðasölunni eða inná midi.is.

Myndin gerist í Las Vegas þar sem þrír menn (Bradley Cooper, Zach
Galifianakis og Ed Helms) vakna helþunnir eftir rosalegasta
steggjapartý aldarinnar. Þeir muna ekki neitt, brúðguminn er týndur og
þeir verða að finna hann fyrir brúðkaupið. Framundan er skrautlegur
dagur sem er ekki síður viðburðaríkur en nóttin áður.

The Hangover hefur verið að fá vægast sagt trausta dóma, og m.a.s. virðast notendur Kvikmyndir.is vera gríðarlega ánægðir með hana. Hérna er hægt að skoða frétt/umræðu þar sem fólk tjáði sig um hvernig þeim fannst myndin.